Iðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið í Laugardalshöllinni dag en þar kom m.a. fram að nýr formaður hefði verið kjörinn í stað Svönu Helenu Björnsdóttur sem gaf einnig kost á sér í formannssætið. Nýr formaður Samtaka iðnaðarins er Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís.

Fráfarandi formaður hélt erindi á þinginu þar sem hún ítrekaði að viðræðuslit við Evrópusambandið væri áhyggjuefni fyrir íslenskan iðnað og tekur Guðrún undir þá gagnrýni. Engu að síður er hún bjartsýn á framtíð íslenskra iðngreina.

VB Sjónvarp ræddi við Guðrúnu.