Gunnar Andersen var í dag dæmdur til að greiða tveggja milljóna króna sekt fyrir fyrir brot á þagnarskyldu. Greiði hann ekki sektina skal Gunnar sæta 44 daga fangelsi. Ákæran varðaði öflun fjárhagslegra upplýsinga um Guðlaug Þór Þórðarson, sem Gunnar sá til að enduðu hjá DV.

Þórarinn Már Þorbjörnsson, fyrrverandi starfsmaður Landsbankans, sem einnig var ákærður í málinu, var dæmdur til greiðslu einnar milljónar krónar sektar en hann sætir ella 40 daga fangelsi.

Hvorugur sakborninga var viðstaddur dómsuppsöguna.