Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) á eftir. Aðalfundur félagsins var haldinn í gær en árið 2004 einkenndist af miklum vexti í starfsemi félagsins og spennandi ár virðist vera framundan.

Í seinni hluta þáttarsins kemur Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur í þáttinn og ræðir áform félagsins um stofnun varasjóða til handa félagsmönnum.