Evrópusambandið (ESB) hækkar spá sína fyrir hagvöxt á evrusvæðinu fyrir árið 2016. Áður spáði sambandið að hagvöxtur á svæðinu yrði 1,5 prósent, en nú spá þeir að hagvöxtur verði 1,7 prósent. Þetta telst þó enn talsvert lágur hagvöxtur fyrir ríkin.

Á næsta ári þá spáir framkvæmdarráð Evrópusambandsins að vöxtur hjá aðildarríkjum sambandsins verði að meðtaltali 1,6% og að hagvöxtur innan Evrusvæðisins verði 1,5%.

Einkaneysla er helsti áhrifaþátturinn samkvæmt spá Evrópusambandisns til ársins 2018. Einnig telur ESB líklegt að atvinnustig komi til með að batna á komandi árum. Hins vegar hefur pólitískur óstöðugleiki neikvæð áhrif á hagvöxt innan landanna.