Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkti á fundi sínum í vikunni ýmsar gjaldskrárbreytingar sem taka gildi um áramótin. Þá hækkar sem dæmi stakt gjald á sundstaði borgarinnar úr 650 krónum í 900 eða um 38,5%.

Þjónustugjöld í íbúðum aldraðra hækkar um 3,2% og akstursþjónusta aldraðra sömuleiðis. Vistun á frístundaheimilum hækkar um ríflega 3% og máltíðir í grunnskólum um 4,4%. Fæðisgjald í leikskólum hækkar um ríflega 3%. Einnig má nefna að aðgangseyrir fyrir fullorðna í Listasafn Reykjavíkur hækkar um 7,1%, eða úr 1.400 krónum í 1.500. Skráning á hundum hækkar um tæp 5%.