Anna Morris, eigandi og hönnuður Mjúk Iceland, er fædd í Úkraínu en rekur þrjár verslanir í Reykjavík ásamt meðeiganda sínum og eiginmanni, Bergi Guðmundssyni. Hún býr yfir áratugalangri reynslu af sölumennsku og hönnun á þeim vörum sem hún selur.

„Ég var aðeins fjögurra ára þegar Sovétríkin hrundu en þá kom óðaverðbólga sem varð til þess að ég þurfti, ásamt móður minni og systur, að byrja að selja vörur til að geta lifað af. Móðir mín keypti vörur í úkraínsku borginni Lubny eins og teppi, hunang, hnetur og kústa sem við seldum svo í öðrum borgum og þar lærði ég bæði að telja og selja vörur.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði