Nýkjörið þjóðþing Venesúela hefur hafnað ósk forseta landsins, Nicolas Maduro, um að veita honum neyðarvald til að bregðast við efnahagsástandi landsins.

Samkvæmt tölum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun verðbólga í landinu á þessu ári vera um 720% og að landsframleiðsla muni dragast saman um það bil 8%. Efnahagur landsins er að miklu leyti byggður upp á olíuútflutningi, en lækkun olíuverðs undanfarið hefur lækkað tekjur ríkisins verulega.

Lífskjör íbúa landsins hafa farið sífellt versnandi á síðust áratugum en fyrir um þremur áratugum voru lífsgæði í Venesúela með þeim hæstu í Suður-Ameríku. Landið ræður m.a. yfir stærri olíulindum en Sádí-Arabía en í dag, 17 árum eftir byltingu, er varla hægt að kaupa klósettpappír í landinu. Landið er með næst hæstu morðtíðini í heiminum samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Landið er neðst á lista World Justice Report, en skýrsla samtakana skoðar gæði réttarríkisins ríkja heimsins.

Nicolas Maduro hafði óskað eftir því að fá aukið vald í 60 daga. Í fyrsta sinn í 17 ár eru fylgismenn Maduro (og forvera hans, Hugo Chaves, fyrir hans tíð) ekki í meirihluta á þinginu. Undanfarin 17 ára hafa slíkar beiðnir því verið samþykktar. Meirihlutinn á þinginu sagði nú að þeir vildu ekki auka við þær aðgerðir sem væru þær sömu og höfðu komið landinu í það ástand sem það væri í.