*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 17. október 2021 11:32

Hagnaðist um 200 milljónir

Tekjur Atlantsolíu námu tæpum 6 milljörðum í fyrra og drógust saman um 9%.

Ritstjórn
Guðrún Ragna Garðarsdóttir er framkvæmdastjóri Atlantsolíu.
Gígja Einars

Hagnaður Atlantsolíu nam 198 milljónum í fyrra og dróst saman um þriðjung milli ára. Tekjur námu tæpum 6 milljörðum og drógust saman um 9%.

Heildareignir námu 5,3 milljörðum í lok síðasta árs og eigið fé 1,3 milljörðum, og lækkaði um 14%.

Eiginfjárhlutfall var því 24%. Tæpur milljarður langtímaskulda var á gjalddaga í fyrra, en þær lækkuðu aðeins um 90 milljónir. 134 milljónir þeirra eru á gjalddaga í ár, en ríflega 900 á því næsta.

Greidd laun námu 142 milljónum og ársverk voru 10.

Félagið greiddi 400 milljónir í arð á síðasta ári en félagið er í eigu Atlantolíu Investments ehf.. Endanlegir eigendur Atlantsolíu eru Guðmundur Kjærnested og Brandon C. Rose.

Stikkorð: Atlantsolía