Fjárfestingarfyrirtækið Arctica Finance hagnaðist um 187,7 milljónir króna á árinu sem leið. Það eru um 5,93 krónur á hlut. Hagnaðurinn jókst um 15 milljónir króna milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Alls námu tekjur félagsins rúmum 700 milljónum króna og jukust um 23 milljónir milli ára. Þar af voru þóknanatekjur 671 milljón króna og vaxtatekjur 23,3 milljónir króna. Rekstrarkostnaður félagsins nam 450 milljónum króna en þar af var launakostnaður 253 milljónur króna.

Eignir félagsins námu samtals 723,6 milljónum króna. Þar af nam eigið fé 470 milljónum, en það minnkaði milli ára um 50 milljónir króna. Skuldir námu þá 253 milljónum og jukust milli ára um tæplega 100 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall félagsins er 32,2%.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrr á árinu samþykkti Fjármálaeftirlitið samruna Arctica Finance við H.F. Verðbréf. Tveir stærstu hluthafar Arctica Finance eru Bjarni Þórður Bjarnason og Stefán Þór Bjarnason.