Hagnaður breska lággjaldaflugfélagsins Easyjet dróst saman um 45% milli ára og nam um 110 milljón pundum fyrstu níu mánuði ársins.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC en þar kemur fram að þrátt fyrir að farþegafjöldi félagins hafi aukist um 17,3% á árinu sé eldsneytis- og launakostnaður koma verulega niður á félaginu.

Í uppgjörstilkynningu frá Easyjet kemur fram að framundan séu „erfiðar“ horfur en unnið verði að því að ná niður rekstrarkostnaði og auka eigið fé félagsins. Þá verður dregið úr kaupum nýrra flugvéla.

Andy Harrison, forstjóri Easyjet sagði á kynningu uppgjörsins að Easyjet hefði komist vel af miðað við aðstæður. Hann sagði að sætabókanir fyrir veturinn hefðu farið vel af stað og takmark félagsins væri að sjálfsögðu að fylla þau sæti sem laus væru áður en lögð væru drög að því að auka framboð flugsæta.