Hagnaður bandaríska bílaframleiðandans Ford nam 1,7 milljarði dala á þriðja ársfjórðungi og var meiri en greiningaraðilar höfðu spáð.

Góð rekstrarafkoma gerir Ford kleift að greiða niður skuldir félagsins að miklu leyti og í tilkynningu frá félaginu kom fram að það hafi þegar greitt niður 2 milljarða dala skuldir. Í lok vikunnar mun félagið síðan greiða 3,6 milljarða dala skuld.

Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi 2009 nam 997 milljónum dala eða 29 cent á hlut samanborið við 43 cent á hlut í ár.

Hlutabréf í Ford hafa hækkað um 0,7% fyrir opnun markaða í dag.