Hagnaður Íbúðalánasjóðs á árinu 2006  nam hann 2,48 milljörðum króna, samkvæmt rekstrarreikningi, samanborið við 1,154 milljarða á sama tímabili í fyrra. Sjóðurinn birti uppgjör sitt í dag.

Eigið fé sjóðsins í árslok nam 16,375 milljörðum, eða 3% af heildareignum sjóðsins. Eiginfjárhlutfall sjóðsins, sem reiknað er samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um Íbúðarlánasjóð er 6,3%. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármála­fyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%.

Hreinar vaxtatekjur námu 3,223 milljörðum, samanborið við 1,558 milljarða á árinu 2005.