Hagnaður JPMorgan Chase & Co., þriðja stærsta banka Bandaríkjanna, á öðrum ársfjórðungi nams alls 994 milljónum dollara eða 28 sent á hlut. Á sama tíma fyrir ár var hins vegar tap upp á 548 milljónir dollara. Þrátt fyrirumsnúninginn er þetta minnsti hagnaður í eitt ár.

Tekjur bankans jukust töluvert og námu alls 12,7 milljörðum dala borið saman við 8,63 milljarða fyrir ári. Aukning tekna skýrist af yfirtöku Bank One Corp. fyrir 58 milljarða dollara.

JPMorgan, líkt og nokkrir aðrir bandarískir bankar, tók rangar ákvarðanir í spákaupmennsku en einnig lækkuðu þóknanatekjur bankans og þá sérstakalega í Evrópu.