Bandaríska útgáfufélagið New York Times greindi frá því í gær að hagnaður fyrirtækisins hefði næstum tvöfaldast á öðrum ársfjórðungi. Samtals nam hagnaðurinn 118,4 milljónum Bandaríkjadala, eða 82 sentum á hvern hlut, samanborið við 59,6 milljónir dala á sama tímabili og í fyrra.

Félagið sagði að hagnaðaraukningin skýrðist einkum af sölu á sjónvarpsstöðvum í eigu New York Times. Tekjur af auglýsingasölu drógust hins vegar saman á ársfjórðungnum um 6,9%, en samtals námu sölutekjur félagsins 788,9 milljónir dala, sem er 3,7% minna heldur en á sama tíma fyrir ári.