Uppgjör Statoil sem birt var í morgun var lítillega undir væntingum markaðarins, en kostnaður jókst töluvert hjá félaginu og lægra verð fékkst fyrir gas en áður.

Í Vegvísi Landsbankans segir að aukinn hagnaður félagsins á fjórðungnum skýrist fyrst og fremst af hagstæðum fjármagnsliðum. Rekstrarhagnaður Statoil á fyrstu níu mánuðum ársins er hinsvegar næstum 20 milljörðum norskar  lægri en fyrir sama tímabil í fyrra.


Gengi bréfa Statoil hefur sveiflast í kjölfar uppgjörsins þar sem viðbrögð við því takast á við hækkandi olíuverð á heimsmarkaði.

Í þessu uppgjöri eru ekki innifalin áhrif frá Norsk Hydro en olíu- og gashluti Norsk Hydro sameinaðist Statoil nýverið og mun það sjást á uppgjöri fjórða fjórðungs.