Í skýrslu nefndarhóps um sameiningu Álftaness og Garðabæjar er lagt til að skrifstofur sveitarfélaganna verði sameinaðar í húsnæði bæjarskrifstofu Garðabæjar. Með því náist fram hagræðing.

„Fjöldi stöðugilda í skrifstofuhaldi Sveitarfélagsins Álftanes er vísbending um fjölda stöðugilda sem sparast gæti við slíka samþættingu,“ segir í skýrslunni en aðeins er dregið eitt stöðugildi frá í útreikningum við hagræðingu, vegna óvissu á þessu stigi. Samkvæmt heimasíðu sveitarfélagsins eru stöðugildi á bæjarskrifstofu sex að meðtöldum bæjarstjóra, Pálma Mássyni.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.