Hallinn á ríkissjóði Portúgal í fyrra var ekki 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) eins og stjórnvöld höfðu tilkynnt, heldur 9,1%. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hagstofa Portúgal sendi frá sér og Bloomberg vitnar í.

Fernando Teixeira dos Santos fjármálaráðherra landsins tilkynnti upphaflega að halli ríkissjóðs vegna ársins 2010 hafi verið 6,8% en sú tala hefur nú verið leiðrétt í annað sinn.

Ástæða fyrir leiðréttingunni er sú að ekki var tekið tillit til alls þess kostnaðar sem ríkið varð fyrir við yfirtöku á Banco Portugues de Negocios SA. Einnig bættist við kostnaður vegna þriggja hraðbrauta í landinu.

Portúgal óskaði eftir aðstoð úr neyðarsjóði ESB eftir að tillaga ríkisstjórnar Jose Socrates um frekari niðurskurð í ríkisfjármálum var kolfelld.  Þingkosningar fara fram í landinu þann 5. maí n.k.