Tæplega 86 þúsund lítrar af jólabjór seldust á föstudaginn, fyrsta daginn sem jólabjórinn var seldur í ár. Það er nokkuð meiri sala en var tvo fyrstu söludagana í fyrra, en aðeins undir því sem seldist fyrstu fjóra dagana í hitteðfyrra,  samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur frá Vínbúðunum.

Mest seldist um helgina af Tuborg jólabjór eða rúmlega 49 þúsund lítrar, en Víking jólabjór var í öðru sæti með rúmlega 17 þúsund lítra selda. Jóla Kaldi var þriðji mest seldi bjórinn, en hann seldist í 12 þúsund lítrum. Tuborg og Víking eru seldir í þrenns konar einingum en Kaldi aðeins í einni tegund af flöskum.

Tuttugu og fimm tegundir af jólabjór eru seldar í vínbuðunum í ár og af þeim eru sjö nýjar.