Haustfundir Alþingis, eða svokallaður stubbur, hefjast á þriðjudag í næstu viku og mun standa í sex daga.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki búast við því að nein ný þingmál verði lög fram í ljósi þess hve stutt þingið er. „Þau fá þá í það minnsta ekki hefðbundna þinglega meðferð,“ segir Ragnheiður. Aftur á móti verða hefðbundnir dagskrárliðir eins og umræður um störf þingsins og óundirbúnar fyrirspurnir.

Þingfundirnir fara fram 10.-12. september og 16.-18. september. Þá verður þingfundum frestað til loka septembermánaðar en nýtt þing, 143. löggjafarþing, verður sett þriðjudaginn 1. október.