Þrjú stærstu innfutningsfyrirtækin í dagvöru högnuðust um 1.600 milljónir króna árið 2010 og samanlögð arðsemi eiginfjár þeirra var hreint ævintýralega há eða um eða yfir 120%, en jákvæð sveifla í gengisliðum hafði þó veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðuna.

Þrjú fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir flesta aðra þegar kemur að innflutningi neysluvara þótt innflutningur sé alls ekki eina starfsemi allra þeirra.. Þessi fyrirtæki eru talin eftir stærð: Íslensk Ameríska, 1912 ehf. og Innnes en til samans seldu þau fyrir hátt í 19 milljarða króna árið 2010.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.