*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Fólk 24. september 2013 15:31

Helga er nýr framkvæmdastjóri SAF

Erna Hauksdóttir lætur af starfi framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í desember.

Ritstjórn

Helga Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Hún tekur við starfinu af Ernu Hauksdóttur 1. desember næstkomandi. Erna hefur gegnt starfinu frá stofnun samtakanna árið 1998.

Fram kemur í tilkynningu að Helga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MS próf í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. 

Helga starfaði hjá VR frá árinu 2008 þar af síðustu 3 árin sem framkvæmdastjóri félagsins. Helga starfaði hjá Icelandair á árunum 1996-2007 í ýmsum stjórnunarstöðum, m.a. sem forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er varaformaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands og hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum m.a. í stjórn Icelandair hótela 2003-2005.

„Mikið og öflugt starf hefur verið unnið innan ferðaþjónustunnar á síðustu árum og áratugum.  Það er því gífurlega spennandi að fá tækifæri til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu greinarinnar með öllu því öfluga fólki sem í henni starfar“ segir Helga í tilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin.  Í dag eru gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar um fjórðungur af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og hefur fjöldgun starfa í greininni verið mikil.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is