Líkt og í fyrra eru jólin í ár hentugur tími fyrir atvinnurekendur. Þorláksmessa, sem ekki er lögbundinn frídagur, er á föstudegi í ár en þá er aðfangadagur á laugardegi og jóladagur á sunndegi – þegar flestir starfsmenn sem ekki vinna vaktavinnu eru hvort eð er í fríi.

Annar í jólum, sem er rauður dagur, er þó á mánudegi. Flestir skrifstofustarfsmenn eru þá í fríi en margar verslanir og önnur þjónustufyrirtæki opin.

Þá lendir gamlársdagur og nýársdagur einnig á helgi þannig að atvinnurekendur þurfa ekki að gefa starfsfólki sínu aukafrí ef svo má að orði komast.

© Aðsend mynd (AÐSEND)