Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkað um tvö prósent og stendur í um 2.350 stigum og hefur hún aldrei verið hærri. Hlutabréf Icelandair hafa hækkað um sjö prósent þegar þetta er skrifað í nær 500 milljóna króna veltu og standa bréf félagsins í 1,39 krónum.

Sjá einnig: Bóluefni Moderna sýnir 95% virkni

Alls hafa hlutabréf fimmtán félaga af þeim nítján sem skráð eru í kauphöll Nasdaq á Ísland hækkað í dag, tíu um eitt prósent eða meira. Heildarvelta dagsins er um 2,4 milljarðar króna í 293 viðskiptum. Hlutabréf Origo eru þau einu sem hafa lækkað eða um 0,67% þegar þetta er skrifað. Mest velta hefur verið með bréf Marel eða fyrir 845 milljónir.

Sjá einnig: Bóluefni hafi áhrif á hagvaxtarspá 2022

Vestanhafs hefur S&P 500 vísitalan hækkað um tæplega 1,4% fyrir opnuna markaða. Hlutabréf flugfélagsins United Airlines hafa hækkað um rúmlega tíu prósent fyrir opnuna markað og bréf American Airlines um 6,5%. Verð á hráolíu, sem afhenta á eftir mánuð, hefur hækkað um 4,5% það sem af er degi.

FTSE vísitalan í London hefur hækkað um tæplega tvö prósent í dag og CAC 40 vísitalan í París hefur hækkað um rúmlega tvö prósent.