Hlutabréf tölvurisans Hewlett Packard hafa lækkað um 20,3% í dag. Félagið lækkaði afkomuspá sína í þriðja sinn í gær.

HP sagði í tilkynningu í gær að félagið hyggist leggja meiri áherslu á hugbúnað og minni á tölvur, lófatölvur og snjallsíma.

Lækkun á afkomuspá er bæði vegna minni eftirspurnar eftir vörum félagsins og vegna vandræða við að afla íhluta vegna jarðskjálftans í Japan.