Hlutabréfaverð í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni í Dubai eru þau ódýrustu í heimi, ef litið er til eigna fyrirtækjanna. Vísitala kauphallarinnar hefur lækkað um 13% það sem af er ári og jafngildir gildi hennar 0,6 sinnum nettó eignum skráðra fyrirtækja. Í frétt Bloomberg kemur fram að það er um 67% afsláttur miðað við meðaltal í heiminum.

Í fréttinni segir að ýmsir telja kauptækifæri vera til staðar í Dubai. Óvissa er þó enn mikil um þróun markaðarins. Lækkunina á þessu ári má að stórum hluta rekja til átaka og óvissu í arabaríkjum. Mótmæli í Egyptalandi og Túnis, sem og átök í Líbíu ógna stöðugleika í Dubai.