Hluta­bréfa­verð banda­rísku raf­tækja­verslunar­keðjunnar GameStop féllu um 20% við lokun markaðar í gær eftir að stjórn fyrir­tækisins á­kvað að reka Matt­hew Fur­long, for­stjóra.

Dagsloka­gengi Gamestop í gær var 26,39 Banda­ríkja­dalir en fyrir­tækið mun opna í 21,09 Banda­ríkja­dölum.

Fur­long, sem var áður hátt­settur yfir­maður hjá Amazon, tók við GameStop í júní 2021.

Árs­fjórðungs­upp­gjör GameStop sýndi dræmar sölu­tölur og á­kvað stjórnin því að ráðast í að­gerðir. Ryan Cohen, stofnandi net­verslunarinnar Chewy, hefur tekið við stjórnar­taumunum.

Hluta­bréfa­verð fyrir­tækisins hefur verið á mikilli ferð síðustu mánuði en það hækkaði um 40% í mars eftir að eftir að fé­lagið skilaði hagnaði í fyrsta sinn í tvö ár.

Salan dróst þó saman um 1,2% á milli ára og nam 2,23 milljörðum dala á fjórðungnum.