Hlutabréf í franska bílaframleiðandanum Renault lækkuðu mjög skarpt í dag þegar fyrirtækið upplýsti um rannsókn yfirvalda sem tengist útblæstri bíla.

Hlutabréfin fóru mest niður um rúm 20%, eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag , en réttu mikið úr sér og nam endanleg lækkun 10,28%. Hlutabréf annarra bílframleiðenda hafa einnig lækkað en mun minna, en þó einna mest hjá Fiat.

Fyrirtækið segir að rannsóknin muni staðfesta að útblástur bíla undir nafni þess séu í samræmi við uppgefnar upplýsingar.