Hlutabréf í Evrópu stóðu nánast í stað í dag. Námu- og efnafyrirtæki vógu upp lækkun fjármálafyrirækja, en fjárfestar höfðu áhyggjur af frekari niðurfærslum hjá þeim, að því er fram kemur í frétt WSJ.

Í Bretlandi hækkuðu hlutabréf um tæpt 1%, í Frakklandi var lækkun upp á 0,1%, í Þýskalandi var 0,3% lækkun og í Noregi lækkuðu hlutabréf um 3%. Í OMX kauphöllinni á Norðurlöndum var þróunin þannig í dag að í Kaupmannahöfn lækkuðu bréfin um 1,1%, í Svíþjóð um 0,2% og í Finnlandi um 0,5%. Hér á landi lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,1% eins og vb.is hefur þegar greint frá.