Hlutabréf UnitedHealth hækkuðu um rúmlega 6% í dag skömmu eftir að markaðir opnuðu vestanhafs eftir ársuppgjörsbirtingu sem sýndi fram á aukinn hagnað hjá fyrirtækinu.

Gengi félagsins er nú 467 dalir á hvern hlut en hlutabréf félagsins hafa hins vegar lækkað um 15% það sem af er ári.

UnitedHealth varð einnig fyrir netárás í gær sem hafði áhrif á birtingu uppgjörsins og býst fyrirtækið við að árásin muni minnka árshagnað þess um 1,15 til 1,35 dali á hvern hlut. Það gerir einnig ráð fyrir beinum viðbragðskostnaði upp á 85 til 95 sent á hlut á árinu.

Fyrirtækið hefur nú uppfært hagnaðarhorfur sínar fyrir 2024 til að betur endurspegla komandi sölu á starfsemi sinni í Brasilíu og væntanlegum kostnaði vegna netárásarinnar. Leiðréttar afkomuhorfur hafa aftur á móti haldist óbreyttar.