Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í dag eða um 0,21% og var í lok dags 3.856,84 stig. Hlutaqbréfaviðskipti námu alls 1.806 milljónum króna og voru mest viðskipti með bréf Landsbankans eða fyrir 493 milljónir króna. Fjöldi skráðra viðskipta var 263.

Töluverð viðskipti voru með hlutabréf í Kögun eða fyrir tæpar 290 milljónir króna. Gengi þeirra hækkaði um 1,1% og voru það einu bréfin sem hækkuðu um meira en 1% í dag. Hlutabréf Granda lækkuðu og sömuleiðis bréf í Íslandsbanka.

Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu alls 4.458 milljónum, þar af voru viðskipti með ríkisbréf fyrir 1.321 milljón.