Tesla hækkaði verð á Model Y og Model 3 í Bandaríkjunum, Kína, Japan og Kanada í upphafi vikunnar um allt að 290 Bandaríkjadali samkvæmt upplýsingum á heimasíðu þeirra.

Þetta er í fyrsta sinn sem rafbílaframleiðandinn hækkar verð á tveimur vinsælustu bílategundunum samtímis á nokkrum mörkuðum. Verð á bílunum er þó áfram lægra heldur en það var í upphafi árs, þegar það var lækkað umtalsvert í nokkrum lotum, og ólíklegt þykir að þessar hækkanir muni hafa mikil áhrif.

Elon Musk greindi frá því í síðasta mánuði að áhersla yrði lögð á söluaukningu umfram framlegð en hagnaður gæti náðst með útbreiðslu hugbúnaðs sjálfkeyrandi ökutækja seinna meir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði