Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var kjörinn formaður Norðurlandaráðs á þingi þess í dag. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, bauð sig fram gegn Höskuldi en varð undir í kjörinu. RÚV greinir frá þessu.

Höskuldur fékk 52 atkvæði á móti 9 atkvæðum Steingríms. Aldrei áður hefur komið fram mótframboð í kjörinu og hefur venjan verið sú að valnefnd Norðurlandaráðs leggi fram tillögu að forsetaefni fyrir kjörið. Frambjóðendur af hálfu Íslendinga voru í þetta skipti þeir Höskuldur, til forseta, og Guðbjartur Hannesson til varaforseta.