Verð á hráolíu hefur lækkað töluvert á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag og er verðið á hverja tunnu nú komið undir 112 Bandaríkjadali.

Við lok markaða í gær kostaði tunnan rúmlega 115 dali þannig að verðið hefur lækkað um rúmlega 3 dali í dag. Þegar þetta er skrifað, kl. 15:00 kostar tunnan af hráolíu 111,85 dali á mörkuðum í New York.

Síðast fór olían undir 112 dali þann 2. maí s.l. þegar tunnan kostaði 111,78 dali að sögn Reuters fréttastofunnar.