*

sunnudagur, 5. desember 2021
Erlent 3. nóvember 2020 13:14

Hvattir til að auka sykurát vegna offramboðs

Herferð hefur verið ýtt úr vör í Indlandi sem hvetur til aukins sykuráts. Sykurframleiðsla í landinu mun aukast um 13% á árinu.

Ritstjórn

Herferð sem hefur það að markmiði að auka sykurát landsmanna hefur verið hrint af stað í Indlandi. Samtök sykurframleiðanda í landinu segja að markmið herferðarinnar sé „að hrekja mýtur sem eiga sér stað í umræðunni um sykur og áhrif hans á lýðheilsu almennings.“ BBC greinir frá.

Hver og einn Indverji borðar að meðaltali 19 kíló af sykri á ári hverju, sem er langt undir meðalsykurneyslu á hvern íbúa á heimsvísu. Þrátt fyrir það er landið stærsti sykurneytandi á vísu, enda mannfjöldinn sem býr í landinu gífurlegur.

Reiknað er með að sykurframleiðsla í Indlandi muni aukast um 13% á þessu ári, upp í alls 31 milljón tonn. Getur það leitt til offramboðs og þar af leiðandi hafa fyrrgreind samtök gripið til umræddra aðgerða.  

Stikkorð: Indland sykur