*

mánudagur, 6. apríl 2020
Innlent 19. febrúar 2020 09:59

Björgólfur að hætta hjá Samherja

Björgólfur Jóhannsson stefnir á að hætta sem forstjóri Samherja um lok mars, byrjun apríl.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Haraldur Guðjónsson

Björgólfur Jóhannsson, stefnir á að hætta sem forstjóri Samherja fyrir lok mars, eða í byrjun apríl. Þetta kemur fram í skýrslu tilnefningarnefndar Sjóvá, þar sem Björgólfur er í stjórnarkjöri. Björgólfur staðfestir málið í samtali við Viðskiptablaðið.

Hann segist eiga von á Því að Þorsteinn Már Baldvinsson taki við eftir það. Björgólfur átti að starfa á meðan innnanhúsrannsókn félagsins stóð yfir á starfsemi félagsins í Namibíu eftir umfjöllun Kveiks og Al Jazeera um málið. Hann segir styttast í að niðurstaða fáist í þá rannsókn og því muni hann senn stíga til hliðar.

Sjá einnig: Björgólfur reiknar með að Þorsteinn Már snúi aftur

„Björgólfur var kjörinn í stjórn Sjóvar 15. mars 2019 en steig til hliðar 19.11.2019 vegna tímabundins starfs og ætlaðs álags því tengdu sem forstjóri Samherja. Hann áætlar að láta af störfum í lok fyrsta ársfjórðungs," segir í skýrslu tilnefninganefndar Sjóvá.

Björgólfur var stjórnarformaður Sjóvá og Íslandsstofu sem og í stjórn Festi, en hætti í stjórnunum eftir að hafa verið ráðinn forstjóri Samherja í nóvember.