Árið 1992 vann ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að því að koma fjármálum ríkissjóðs aftur á réttan kjöl m.a. með niðurskurði í útgjöldum ríkisins.

Á skurðarbrettinu voru útgjöld til heilbrigðismála og þótti nunnunum á Landakoti það ótækt, þótt þær væru sjálfar hættar öllum afskiptum af hjúkrunarmálum. Var Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra og Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra boðið í kaffi til systranna til að ræða málin.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 17. júlí 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .