Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,31% og er 6.304 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 2.572 milljónum króna.

365 hækkaði um 1,8%, Landsbankinn hækkaði um 1,13%, Össur hækkaði um 0,89%, Marel hækkaði um 0,65% og Alfesca hækkaði um 0,59%.

Vinnslustöðin lækkaði um 2,17%, FL Group lækkaði um 0,83%, Straumur-Burðarás lækkaði um 0,57% og Bakkavör Group lækkaði um 0,48%.

Gengi krónu veiktist um 0,20% og er 125,5 stig við lok markaðar.