Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,96% og er 7.932 stig við lok dags en það er hennar hæsta lokagildi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 5,6 milljörðum króna.

"Áður hafði hún farið hæst föstudaginn 4.maí síðastliðinn en stóð hún þá í 7.859. Úrvalsvísitalan hefur ekki áður farið yfir 7.900 stiga múrinn en með þessu áframhaldi er ekki langt í að 8.000 stigin náist," segir greiningardeild Landsbankans.

Atorka Group hækkaði um 8,38%, Teymi hækkaði um 5,32% í kjölfar verðmats frá Landsbankanum, Eimskip hækkaði um 4,4%, Marel hækkaði um 2,4% og 365 hækkaði um 2%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 0,25%, FL GRoup lækkaði um 0,17% og Actavis Group lækkaði um 0,12%.

Gengi krónu styrktist um 0,53% og er 7.932 stig.