Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,92% og er 5.451 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Það sem af er ári nemur lækkun Úrvalsvísitölunnar 13,72%. Veltan nam 6,3 milljörðum króna.

Velta á skuldabréfamarkaði var öllu líflegri, nam 45,4 milljörðum króna.

Breska vísitalan FTSE100 lækkaði um 3%, danska vísitalan OMXC lækkaði um 3,38% í dag, norska vísitalan OBX lækkaði um 3,4% og sænska vísitalan lækkaði um 3,4%.

Century Aluminium hækkaði um 2,1%, Eik banki hækkaði um 1,7% og Össur hækkaði um 1%.

Flaga Group lækkaði um 13,9% en félagið lækkaði um 19,8% í gær. Fyrir síðustu tólf mánuði nemur lækkunin 77,7% og er markaðsvirðið fallið í 400 milljónir króna.  Það íslenska félag  sem kemur næst á eftir í markaðsvirði er Hampiðjan sem skráð er á First North markaðinn, fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, og er metið á þrjá milljarða króna.

Atlantic Petroleum lækkaði um 7,8%, Icelandic Group lækkaði um 6,9% og FL Group lækkaði um 5,5%.

Gengi krónu styrktist um 0,45% og er 125,1 stig.