Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,60% og er 6.261 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 2.474 og stærstu einstöku hlutabréfakaupin fóru lítillega yfir hundrað milljónir króna.

FL Group hækkaði um 0,89%, Dagsbrún hækkaði um 0,47% og Actavis Group hækkaði um 0,15%.

Landsbankinn lækkaði um 1,52%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,11%, Kaupþing banki lækkaði um 0,93%, Flaga Group lækkaði um 0,78% og Marel um 0,63%.

Gengi krónu veiktist um 0,63% og er 124 stig við lok dags.