Iceland Express mun fljúga til tveggja flugvalla í London næsta sumar. Auk daglegs flugs til Gatwick flugvallar verður nú á nýjan leik flogið til Stansted flugvallar, sem var aðalflugvöllur félagsins í London fram í maí 2009.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express.

Flugið til Stansted hefst í byrjun júní og fyrst um sinn er ákveðið að fljúga þangað einu sinni í viku, síðdegis á miðvikudögum. Þá segir af ef aðstæður kalla eftir því verði flug þangað aukið.

„Með þessu nær Iceland Express að þjóna stærra markaðssvæði við London. Stansted er norðan við borgina en Gatwick suðaustan við hana,“ segir í tilkynningunni.