Iceland Express er fyrir mistök sakað um að standa sjálft að rangfærslu í reikningum félagsins í lögbannskröfu á hendur Matthíasi Imsland, fyrrverandi forstjóa félagsins. Hið rétta er að forstjórinn fyrrverandi á að vera sakaður um rangfærslurnar.

Lögmaður Iceland Express segir mistök sem þessi alltaf geta gerst. Hann reiknar ekki með að villa hafi áhrif á lögbannsbeiðnina.

Á lögmannamáli er gerðarbeiðandi Iceland Express og gerðarþoli Matthías Imsland, sem sakaður er um að nota trúnaðarupplýsingar frá Iceland Express við stofnun nýs flugfélags.

Í lögbannskröfunni segir eftirfarandi:

„Ákvæði 2. mgr. 37. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga getur ekki upphafið samkeppnisbannsákvæði ráðningarsamningsins, þar sem rangfærsla gerðarbeiðanda á reikningum félagsins var nægileg ástæða brottvikningar hans, en við slíkar aðstæður á lagaákvæðið ekki við.“