Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 9,48% í 244 milljóna króna viðskiptum. Ástæðan fyrir þessari miklu lækkun er uppgjör félagsins sem birt var eftir lokun markaða í gær en það sýndi að félagið hefði tapað 10,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Marel lækkaði næst mest eða um 1,36% í 316 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Eimskip hækkaði mest og nam hækkunin1,09% í 38 milljóna króna viðskiptum. Heimavellir hækkuðu næst mest eða um 0,84% í 240 þúsund króna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 1,32% en heildarviðskipti í dag námu 949 milljónum króna.