Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,18% í 861 milljón króna veltu Kauphallarinnar í dag. Icelandair lækkaði um 28% í 28 milljóna króna viðskiptum.

Flugfélagið tilkynnti í gærkvöldi að útboðsgengi í komandi 20 milljarða hlutafjárútboði verður á nafnverðinu 1 króna á hlut . Gengi flugfélagsins fór um stund í morgun undir útboðsgengið en endaði daginn í 1,18 krónum á hlut. Gengi Icelandair fór hæst í 8,82 krónur á árinu.

Eimskip hækkaði mest allra félaga í dag  eða um 2,25% og standa hlutabréf félagsins í 136,5 krónum á hlut. Hagar hækkaði næst mest eða um 1,75% í 122 milljóna veltu. Arion banki, Brim, Festi, Skeljungur og VÍS hækkuðu einnig öll um meira en 1% í viðskiptum dagsins.

Óvenju lítil viðskipti voru með hlutabréf Marels sem stóðu óbreytt í 700 krónum á hlut í 11 milljóna veltu.