*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 10. júlí 2019 10:51

Icelandair lækkar um 5%

Gengi bréfa Icelandair hafa lækkað talsvert í kjölfarið á breyttri flugáætlun sem tilkynnt var um í morgun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi bréfa Icelandair Group hefur lækkað um 4,88% það sem af er degi og stendur gengi bréfanna þegar þetta er skrifað í 9,94 krónum á hlut. Lækkunin kemur í kjölfarið á tilkynningu frá félaginu frá því í morgun þar sem greint var frá því að kyrrsetning Boeing 737 MAX vélanna myndi vara lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hefðu verið gerðar breytingar á flugáætlun félagsins út október. 

Fyrir utan Icelandair er lítil velta í Kauphöllinni það sem af er degi. Gengi bréfa Regins hafa hækkað um 1,37% í 22 milljóna viðskiptum auk þess sem 107 milljóna viðskipti hafa verið með bréf Símans en verð þeirra hefur þó staðið í stað. 

Stikkorð: Icelandair