Hagnaður Icepharma í fyrra nam 894 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 14,5 milljörðum og námu heildareignir félagsins við áramót ríflega 3,5 milljörðum og jukust þær um 500 milljónir milli ára. Eigið fé félagsins nam 1,5 milljarði við síðustu áramót. Eignarhaldsfélagið Lyng er eigandi Icepharma og Hörður Þórhallsson er forstjóri félagsins.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.