*

föstudagur, 27. nóvember 2020
Innlent 25. apríl 2017 15:45

Illugi Gunnarsson skipaður formaður

Fyrrum menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur verið skipaður formaður stjórnar Byggðastofnunar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í dag í Skagafirði var tilkynnt um nýja stjórn stofnunarinnar að því er segir í frétt Innanríkisráðuneytisins.

Á ársfundinum héldu bæði Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri Innanríkisráðuneytisins og fráfarandi formaður stjórnar Byggðastofnunar Herdís Á. Sæmundsdóttir erindi, auk þess að Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri stofnunarinnar greindi frá starfseminni.

Ný stjórn tók jafnframt við stjórn stofnunarinnar og tók eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá, Illugi Gunnarsson við formennsku stjórnar.

Stjórnina skipa nú:

  • Illugi Gunnarsson, Reykjavík
  • Rakel Óskarsdóttir, Akranesi
  • Róbert Guðfinnsson, Siglufirði
  • Sigríður Jóhannesdóttir, Gunnarsstöðum
  • Karl Björnsson, Reykjavík
  • Einar E. Einarsson, Syðra-Skörðugili
  • Ingunn Guðmundsdóttir, Selfossi

Í erindi sínu fyrir hönd Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála sagði Ragnhildur að það væri fagnaðarefni að nú myndu sveitarstjórnarmál og byggðamál heyra undir sama ráðuneytið.

Kemur það til með stofnun nýs ráðuneytis Samgöngu- og sveitarstjórnarmála sem tekur til starfa 1. maí næstkomandi og flutningi byggðamála til ráðuneytisins. 

Jafnframt með samtengingu við samgöngumál í sama ráðuneyti gæfist einstakt tækifæri til að tengja saman markmið og áherslur í byggðamálum við samgönguáætlun.