Ilva og Rúmafatalagerinn opnuðu nú um helgina verslanir í nýjum verslunarkjarna á Akureyri sem ber nafnið Norðurtorg, í gamla Sjafnarhúsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ilva hefur eingöngu verið í Korputorgi til þessa en Rúmfatalagerinn færir sig um set á Akureyri frá Glerártorgi í Norðurtorg. Ilva er húsgagna- og smávöruverslun með áherslu á skandinavíska hönnun og starfa um fimmtíu manns hjá fyrirtækinu.

Rúmfatalagerinn rekur sjö verslanir í heildina en Rúmfatalagerinn opnaði nýverið verslun á Fitjum í Reykjanesbæ . Verslunin á Akureyri er önnur verslun Rúmfatalagersins sem að byggir á nýju útliti JYSK en verslunin á Fitjum var sú fyrsta.