Írar eru að klára björgunaraðgerðir sínar og hópur alþjóðlegra kröfuhafa að pakka saman. Þegar af því verður mun Írland verða fyrsta ríkið til að loka björgunarpakkanum sem landið fékk þegar fjármálakreppan skall á. Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, segir að þrátt fyrir þetta sé fjarri því að Írar séu á grænni grein, enn sé of mikilli halli á fjárlögum írska ríkisins og skuldir of miklar. Gert er ráð fyrir 2% hagvexti á Írlandi á næsta ári. Atvinnuleysi mælist rétt tæp 13%. Það fór hæst í 15,1% í fyrra.

Írar fengu 85 milljarða evra að láni árið 2010 til að gera ríkissjóði kleift að standa við skuldbindingar sínar. Noonan segir í samtali við breska útvarpið ( BBC ) aðstæður á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum talsvert skárri nú en þegar ríkissjóður fékk risalánið og lánakjörin betri en fyrir þremur árum.

BBC segir efnahagslífið á Írlandi ekki það eina sem sé að komast á réttan kjöl. Stjórnvöld í Portúgal gera ráð fyrir að ljúka björgunaráætlun sinni á næsta ári.