Fram kemur í tilkynningu frá auglýsingastofunnar að með auknum umsvifum ört stækkandi stofu og fjölbreyttari verkefnum hafi hugmyndadeildin nú verið stækkuð og verkefnum hennar gefið aukið rými og stuðningur.

Ísak starfaði áður sem hönnuður auk þess að taka virkan þátt í stefnumótun og ímyndaruppbyggingu fyrir viðskiptavini stofunnar en mun nú taka við og stýra öflugu hugmyndateymi og gefa starfi þess aukna vídd.

Ísak er menntaður iðnhönnuður og hannaði til að mynda Magneat, snúrustilli fyrir heyrnartól sem nú er seldur víða um heim. Hann er einnig hönnuðurinn á bak við útlit Te&Kaffi, allt frá innréttingum til kaffibolla. Ísak hefur unnið að fjölbreyttum hönnunarverkefnum, þar á meðal eru verkefni tengd hljómsveitum á borð við Ampop og ADHD, auk umslags og kynningarefnis plötunnar „Takk …“ fyrir Sigur Rós.

Ísak hefur áralanga reynslu af hönnun og ímyndarsköpun fyrirtækja bæði hér á Íslandi og erlendis. Hann er fjögurra barna faðir.

Hjá PIPAR\TBWA starfa nú um 40 manns en stofan hefur stækkað jafnt og þétt síðustu ár.